Útilega með rómantísku ívafi í Þakgili Þær eru víða náttúruperlurnar sem ekki liggja í augum uppi við þjóðveginn. Ein þeirra er í Þakgili, staðsett á Höfðabrekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands. Til að komast þangað er ekið fimm kílómetra sutur fyrir Vík í Mýrdal, beygt í norður hjá Hótel Höfðabrekku og keyrt um fimmtán kílómetra inn í landið. Tröllavegir ÄÞað er auðvitað umhverfið þarna í kring sem er stórbrotið og fallegt,³ segir Helga. ÄÞetta er inni á Höfðabraekkuafrétti þar sem er mikið af skemmtilegum gönguleiðum og einnig hægt að keyra um á jeppum. Það er hægt að fara hringinn inn að Heiðarvatni og síðan er smalastígur sem liggur inn að jöklinum. Þetta eru algerir tröllavegir ± og sjálf mæli ég fastlega með því að fólk gangi þessa leið til að vera ekki svo upptekið af veginum að það gleymi að njóta náttúrunnar.³ Þegar Helga er spurð hversu langan tíma taki að ganga þessa leið, svarar hún: ÄEf ég myndi ganga inn að jölklinum og til baka að Þakgili, tæki ég daginn í það. Það eru svo margir staðir á þessari leið sem er vel þess virði að staldra við, njóta og taka myndir. Síðan er hægt að fara í styttri gönguferðir í Remundargil. Það er gilið austan við Þakgil og gangan þangað er létt, í henni enginn bratti sem talandi er um.³ Matsalur í helli Tjaldstæðið í Þakgili er nokkuð stórt og segir Helga svæðið alveg bera fimm til sex hundruð manns í tjöldum, fellihýsum og húsbílum, en sjaldnast séu svo margir á svæðinu. Þar er hreinlætisaðstaða ágæt, fimm salerni og ein sturta, auk þess sem húsbílar geta tæmt tankana. ÄSvo er hellir á svæðinu þar sem er grill og borð og bekkir,³ segir Helga. ÄÞar er líka kamína inni sem hægt era ð kveikja upp í og við lýsum hellinn upp með sprittkertum sem hengd eru á hellisveggina á kvöldin. Þetta er mjög kósí og það myndast oft mjög skemmtileg stemmning í hellinum á kvöldin. Oft er líka mikið fjör þar á daginn, því það er mikið um að hópar komi hér að deginum til og borði nestið sitt í hellinu. Í smáhýsunum er boðið upp á svefnpokagistingu. Í hverju húsi er salerni og smá eldunaraðstaða. Þar eru ekki sturtur. ÄReynsla okkar er sú að þeir gestir sem gista hér í eina til tvær nætur, eða lengur, gera mikið af því að skreppa niður til Víkur til að fara í sund. Þetta eru ekki nema tuttugu kílómetrar og fólk fer gjarnan þangað til að versla mat og aðrar nauðsynjar og bregða sér þá í sund í leiðinni.³ Í hverju húsi eru tvær tvíbreiðar kojur, þannig að þar er gistiaðstaða fyrir fjóra. Auk þess er í þeim ísskápur sem fær rafmagn frá dísilstöð sem hefur verið reist á staðnum. Góð bækistöð fyrir göngufólk Þegar Helga er spurð hvernig reksturinn hafi gengið ár frá ári, segir hún hann hafa gengið ágætlega. Ä Ferðamannatíminn er stuttur hér en alveg traffíkin hefur verið alveg prýðileg. Aukningin var mest fyrstu þrjú árin á meðan staðurinn var að spyrjast út og síðustu þrjú árin hefur traffíkin verið mjög stöðug.· En hvers konar fólk gistir í Þakgili? ÄÞað er langmest göngufólk og fólk sem vill fara í góða, gamaldags útilegu með rómantísku ívafi. Síðan er nokkuð mikið um jeppamenn en lítið um hestamenn.³ Heimasíðan hjá Þakgili er www.thakgil.is Í Þakgili reka þau Bjarni Jón Finnsson og Helga Ólafsdóttir ferðaþjónustu, þar sem boðið er upp á tjalsvæði og gistingu í smáhýsum en það er bara byrjunin. Þakgil er í hrikalegu landslagi, umgirt fjöllum og náttúrufegurð er mikil. Helsta afþreying ferðafólks er að njóta veðurblíðunnar og fara í gönguferðir um fjöll og gil. Eins skoða margir fossinn í Þakgili sem Helga vill láta heita "Kúlufoss" vegna þess hvernig hann er. Svo eru nokkrar jeppaleiðir þarna í afréttinum. Helga segir að eftirspurn sé eftir gistingu í húsum. Oft sé í hópum fólk sem frekar vilji gista inni. Nú verði sá valkostur í boði. Helga býr öll sumur í Þakgili til að annast þjónustuna þar. Þau hjónin byggðu þar hús í fyrravor en áður var Helga í hjólhýsi. Henni líður vel í Þakgili, segir að veðursæld sé þar einstök. Gilið sé umlukið fjöllum og því skjólgott og í norðanáttum sé Þakgil hreinn hitapottur. Bjarni Jón og Helga eru að undirbúa virkjun stærri lækjarins í Þakgili til að hafa orku fyrir starfsemina. Þótt undirbúningur sé kominn vel á veg á Helga ekki von á því að verkinu ljúki í ár. Því verði að hafa dísilrafstöð til að sjá nýju smáhýsunum fyrir rafmagni í sumar. Hluti af veginum inní Þakgil var þjóðvegur 1 til ársins 1955. Þá tók brúnna af yfir Múlakvísl í hlaupi frá Kötlu og vegurinn var færður neðar á Mýrdalssand nokkru ofar en hann er nú. Á leiðinni í Þakgil er Stórihellir sunnan við Lambaskörð, c.a. 6 km frá þjóðveginum, þar vöru haldnir dansleikir í gamla daga. Byggð var brú yfir Yllagil 1931-1933 aflöggð 2002 og sett ræsi í staðin. Bændur í Mýrdal hafa rekið fé sitt á afréttinn í margar aldir og eru djúpar kindagötur víða á afréttinum sem nýtast að hluta til sem göngustígar. Í Miðfellshelli í Þakgili hafa smalar rist fangamörk sín og ártöl á hellisveggina. Hellirinn var notaður sem gangnamannakofi til ársins 1918. Þá eftir kötlugosið var flutt í Brík, skúta fremst í Þakgili, og verið þar eitt haust. Síðan var hlaðinn kofi í Ausubólshólum vestan við Þakgil. Kofinn var notaður í c.a. 50 ár. Við tóftina eru 3 aflraunasteinar sem nefndir eru amlóði, hálfsterkur og fullsterkur. Núverandi gangnamannakofi er gamalt skólahús flutt frá Deildará í Mýrdal. Gönguleiðin inn að Mýrdalsjökli er einnig afar skemmtileg og þaðan má, á fallegum degi, sjá stórbrotna fegurð mestalls Suðausturundirlendis. Mælifell Ekið var inn í Þakgil og gengið þaðan á Mælifell og hring til baka aftur. Leiðin inn í Þakgil liggur framhjá ferðajónustustórbýlinu á Höfðabrekku og þaðan er fólksbílafært inn í þakgil. Þó ekki á allra lægstu bílum. Leiðin er vel merkt og liggur um frábært landslag, en mikið bætist við í gönguferðunum. Í Þakgili er búið að koma upp ágætri ferðajónustuaðstöðu, með tjaldsvæði og nokkrum smáhýsum til að gista í. Þaðan liggja svo merktar gönguleiðir um nágrennið. Einnig liggur jeppaslóði langleiðina af gönguleið okkar uppeftir og áfram inn að jökli. Við fylgdum ekki öllum jeppaslóðanum, heldur beygðum af leið ofarlega og tókum stefnuna á Mælifell, þaðan sem er mikið og gott útsýni. Einnig brugðum við okkur aðeins út af slóðanum á uppleið og kíktum fram af brúnum ofaní næstu dali. Landslag þarna er allt mjög stórskorið. Landið er byggt upp af móbergi og sandsteini úr þjöppuðum öskulögum og síðan skorið sundur af lækjum og vatnshlaupum frá Kötlu. Þarna skiptasta því á margra hæða blokkir með grónum heiðum ofaná og djúpum dölum á milli. Útsýni yfir næsta umhverfi er því stókostlegt, og ekki spillir að sjá má austur yfir Álftaver og Meðalland, til sjávar og á Hjörleifshöfða. Leiðsögn Sigurðar Hjálmarssonar, frá Ferðafélagi Mýrdælinga, bætti svo um betur. Sögur um fólk og fénað sem nýtir og nytjað hefur þessa náttúru, leiðir sem fé og smalar þurfa að þræða og ekki eru á allra færi að komast um. Mörgum ferðafélaganum þótti nóg um smá einstigi sem þurfti að þræða undir lok ferðarinnar ofan af heiðinni. Heildar gönguleiðin var rúmir 13 km og var gengin á um 6 klst. Þetta er ferð sem allri göngufærir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt í. Þó verður að gæta vel að börnum. næturstað í Þakgili, en þar er frábært tjaldstæði og aðstaða að sögn Dagbjarts og Ingibjargar. "Þarna er mikið af fínum og vel merktum gönguleiðum um fjöllin og inn undir Mýrdalsjökul. Einnig er góður jeppaslóði á magnaðan útsýnisstað gegnt Huldufjöllum og þaðan sér yfir Kötlujökul sem rennur í átt að Hafursey, einnig sést inn á Mýrdalsjökul, til Hjörleifshöfða og niður á Mýrdalssand. Þetta er stórbrotin náttúra og okkur fannst gaman að koma í Þakgilið því við vorum búin að sjá þetta allt ofanfrá og úr fjarlægð í vetur þegar við fórum í þrígang upp á Mýrdalsjökul." Hellir lýstur upp með kyndlum Fólk á öllum aldri var með í för og Ingibjörg segir Þakgil vera ævintýraland fyrir krakka, þar séu grunnir lækir sem þau geta leikið sér í og einnig margir og stórir hellar. "Hjónin sem sjá um þetta tjaldsvæði hafa sett upp aðstöðu inni í einum hellinum með borðum og stólum og útigrilli, svo þar er hægt að halda fjölmennar veislur. Þessi hellir er lýstur upp með kyndlum á kvöldin og þau hafa búið til arin úr bobbingum til að hita upp og eldiviðurinn er rekaviður sem þau sækja í fjöruna. Af öllum þessum hellum er einn þó merkilegastur en það er gamall gangnamannahellir sem smalar notuðu til gistinga allt fram til 1920. Þar eru ristur sem taldar eru um 300 ára gamlar, enda fellur þessi hellir undir friðlýstar menjar." Dagbjartur og Ingibjörg segja leiðina að Þakgili hafa verið erfiða hér áður en nú sé búið að koma veginum í gott lag og brúa Vesturkvíslina. "Núna er því hægt að komast þangað á fólksbílum en hálftíma akstur er frá þjóðveginum inn að tjaldstæðinu í Þakgili. Þá er ekið frá Höfðabrekku upp með Kerlingardalsánni og upp á heiðina fyrir ofan Kerlingardal og þar inn með Múlakvíslinni. Á þessari leið keyrðum við fram á leikmyndina sem byggð var fyrir Bjólfskviðu sem nú er verið að kvikmynda og það var óvænt viðbót við ferðalagið." Fjöllin gróin upp á topp Að sögn þeirra hjóna er aðstaðan á tjaldsvæðinu í Þakgili mjög góð. "Þarna eru bæði klósett og sturtur og lítil rafstöð þar sem rennandi vatn er virkjað til að fá ljós á klósettið. Þetta tónar vel við þá staðreynd að Skaftfellingar voru á sínum tíma framarlega í að raflýsa bæi," segir Dagbjartur og bætir við að í Þakgili sé sérlega skjólsælt því svæðið er aflokað af náttúrunnar hendi. "Og þarna eru fjöllin gróin alveg upp á topp og það er hægt að ganga inn í botn gilsins þar sem fallegur foss fellur fram." Dagbjartur og Ingibjörg láta ekki duga að ferðast um á sumrin, þau fara reglulega á jeppaflakk allan ársins hring þegar veður leyfir, því þau vilja sjá þau svæði sem þau ferðast um. "Í vetrarferðunum höfum við félagar í Ingólfi bónda afnot af gangnamannakofa sem heitir Skeiðamannafit, en hann er neðan við Fossárdrög fyrir ofan Sultartangalónið. Skeiða- og Flóamenn þurfa aðeins að nota þennan kofa einn mánuð á ári en við njótum góðs af honum hina ellefu mánuðina og þarna er gott að gista."